Fyrirkomulag námskeiðs
Þetta námskeið er hægt að kaupa hvenær sem er, hlusta/horfa á myndbönd og æfa sig. Dagsetningar sem auglýstar eru, eru fyrir Zoom tíma.
Á Zoom gefst þátttakendum tími til að spyrja, fá stuðning og hugmyndir - og ráðgjöf, auk hugmyndaflæðis.
Herrajakkaföt eru eitt af því sem erfitt virðist vera að selja áfram sem notað. Jakkafötin bjóða uppá en ótal marga möguleika þegar kemur að endurnýtingu; hvort sem vilji er til að nýta formfasta uppbyggingu jakkans eða mýkt efnis í skálmum.
Á námskeiðinu skoðum við möguleikana sem felast í að breyta herrajakkafötum til að nýta þau áfram.
Farið verður í hugmyndaflæði þar sem þátttakendur fylgja ferli sem leiðir þá frá hugmynd að framkvæmd. Í lok fyrsta tíma er gert ráð fyrir að þátttakendur séu tilbúnir með hugmynd sem þeir vinna svo heima fram að næsta tíma. Í seinni tímum er haldið áfram að vinna með hugmyndir, verkefni kláruð eða byrjað á nýjum.
Í lokuðum Facebook hópi hafa þátttakendur daglegan aðgang að mér og minni þekkingu hvað varðar fatabreytingar, auk þess að þiggja alla þá ráðgjöf sem þeir óska eftir.
Allir tímar eru teknir upp og hafa þátttakendur aðgang að upptökum eins lengi og þeir vilja.
Verð kr. 33.000
- FTÍTT fyrir meðlimi Gull- og Silfurnálarinnar í Saumaheiminum.