Velkomin í Saumaheim Siggu

Saumaheimur Siggu - Prógram

Langar þig að læra að sauma og/eða auka hugmyndaflæði þegar kemur að fatanýtingum og endurnýtingu textíls?
Sjálfbærni er að mínu mati, framtíðin sem bíður okkar. Ekki endilega vegna þess að okkur langar, heldur vegna þess að Móðir Jörð krefst þess.
Ég trúi því að þegar við kunnum að sauma, þá gerum við okkur grein fyrir hve mikil vinna fer í að setja saman flík. Við gerum okkur grein fyrir að gæði efna skipta meira máli en skyndikaup. Með því að kaupa minna, kaupa notað, breyta og bæta fötin okkar, hjálpum við ekki bara Móður Jörð, heldur líka öllum þeim sem haldið er í þrældómi við að sauma ódýrar og gæðalitlar flíkur.
Að ekki sé minnst á fjárhagslegan sparnað sem felst í því að geta saumað, breytt og bætt, fötin sem þú átt nú þegar í fataskápnum.
"Saumaheimur Siggu - Prógram" býður uppá Ferðalag til sjálfbærni í nýtingu á textíl, endurnýtingu, saumaskap og fatabreytingum.
Ég legg sérstaka áherslu á þjálfun í að opna hugann og auka sköpunargleði gagnvart fatabreytingum og endurnýtingu á efnaafgöngum og flíkum sem vilja nýtt líf, þótt vissulega sé allur saumaskapur í boði.
Allt efni er á íslensku.
Skoðaðu efnið og ef þú hefur spurningar, sendu mér þá tölvupóst og við finnum tíma fyrir spjall - [email protected]

Prógrammið

Hérna getur þú skoðað hvernig prógrammið lítur út - og hvernig þú getur skráð þig ef þú vilt vera með

Sigga Saumakona
Hver er ég?

Ég heiti Sigríður Tryggvadóttir og er alltaf kölluð Sigga. Ég bý á fallega Kársnesinu í Kópavogi - og er uppalin þar, yngst í sex systkina hópi. Ég er alin upp við það viðhorf að fara vel með hlutina svo þeir endist lengur; að laga það sem hægt er og breyta svo hægt sé að nota lengur. Báðir foreldrar mínir voru handverksfólk, ég er alin upp innan um mikla handverksiðn og lærði snemma mikilvægi vandvirkni, þolinmæði, endurnýtingar og góðra handverka.

Sjálfri finnst mér gaman að ganga um í einstökum flíkum þannig að auðvitað finnst mér einstaklega skemmtilegt þegar fólk þorir að standa út úr hjörðinni í heimasaumuðum flíkum sem enginn annar á. Svo er það alveg einstök tilfinning að vera sjálfbær í fatastíl, að geta búið til sínar eigin flíkur, breytt og bætt

- það er engu líkt 🙂

Ég er kennaramenntuð frá KHÍ og elska að kenna þeim sem áhuga hafa og hef verið að sauma daglega síðustu 13 ár. Mamma mín var saumakona og hún kenndi mér grunnatriðin sem ég byggi svo alla mína reynslu á. Það sem mér finnst skemmtilegt við fatabreytingar og endurnýtingu er að þá er leyfilegt að kasta saumareglunum svolítið út um gluggann og hleypa hugmyndafluginu inn, opna hugann og prófa sig áfram.

Ef þú vilt nánari upplýsingar, þá er velkomið að hafa samband á netfangið mitt, [email protected] eða í síma 8467915