Hvað er í boði?


Saumaskólinn "Sjálfbærni í saumaskap, endurnýtingu og fatastíl" býður upp á allt sem þú þarft til að uppfylla drauminn. Hér hefur þú aðgang að kennslu, aðferðum, hugmyndum og nánast öllu sem hugurinn getur hugsað sér varðandi saumaskap.

Áskrift gefur þér möguleika á að kynnast öðrum, fá stuðning og félagsskap eftir þörfum. Reglulega hittumst við á skjánum, saumum og spjöllum.

Ég legg sérstaka áherslu á að opna hugann gagnvart fatabreytingum og endurnýtingu á efnaafgöngum og flíkum sem vilja nýtt líf, þótt vissulega sé allur saumaskapur í boði.

Saumaskólinn er allt í senn, einstaklingslærdómur, félagsskapur þegar þörf er á, stuðningur og hvatning.

Allt efni er á íslensku.



Uppbygging:

  • opin skráning þýðir að þú missir ekki af neinu, sama hvenær þú kaupir áskrift
  • við skráningu býðst 30min samtal um námið, saumaskap og hvernig ég get hjálpað þér að fá sem mest út úr Saumaskólanum og samfélaginu
  • tölvupóstur í upphafi hvers mánaðar með dagsetningum námskeiða og annarra upplýsinga
  • mánaðarlega boðið uppá spjall, spurningar og svör á Zoom
  • samsaumur 1-2 sinnum í mánuði hjálpar til við að koma saumaskap í rútínu
  • stutt námskeið um hvern kafla
  • þú stjórnar náminu; hvar, hvenær, hvernig


Hvað dreymir þig um að sauma?

Langar þig að geta saumað nýja flík frá grunni, eftir þínum eigin málum?

Langar þig að taka til í fataskápnum og poppa flíkurnar upp?

Dreymir þig um að skapa þér þinn eigin einstaka fatastíl?

Viltu vera sjálfbær í fatanýtingu?



Samfélag í netheimum sem býður uppá:

  • félagsskap fólks með sama áhugamál
  • stuðning og hvatningu í hópnum
  • "spurt og svarað" á Zoom
  • námskeið á Zoom
  • "saumað saman" á Zoom
  • lokaðan hóp á Facebook


Sagt um Saumaskólann:

"...Það er auðvelt að finna og fletta upp hvaða kafla sem er. Ef upp kemur vandamál, td. undirtvinninn flækist alltaf, þá getur maður farið og tékkað á því hvað Sigga segir um það. Líka er hægt að fá fjölmargar hugmyndir að útfærslum á saumaskap og rúsínan í pylsuendanum, allskonar fatabreytingar og lengdur líftími á fatnaði og efnum.

Síðan er lifandi og áhugaverð. Hún er í stöðugri vinnslu og ýmislegt bætist við og áskrifendur eru í eins miklu lifandi (Zoom spjalli) og skriflegu sambandi og þeir vilja, með hvað sem er varðandi sauma og -tengd efni.

Þið sem viljið læra að sauma, endurnýta, breyta, taka mál, sníða og klippa efni og vera í lifandi sambandi við aðra í sömu sporum þá MÆLI ÉG 100% MEÐ ÞESSARI SÍÐU." (Jóna Imsland)



Gullnálin


Silfurnálin


Bronsnálin


Sjálfbærni í saumaskap, endurnýtingu og fatastíl



  Velkomin
Available in days
days after you enroll
  1. Saumavélar og önnur áhöld
Available in days
days after you enroll
  2. Máltaka
Available in days
days after you enroll
  3. Snið og sníðablöð
Available in days
days after you enroll
  4. Einfaldar sniðgerðir
Available in days
days after you enroll
  5. Sniðgerð
Available in days
days after you enroll
  6. Að sauma flík
Available in days
days after you enroll
  7. Fatabreytingar - Grunnatriði
Available in days
days after you enroll
  8. Algengar lagfæringar
Available in days
days after you enroll
  9. Fatabreytingar - hugmyndabanki
Available in days
days after you enroll
  10. Unnið með afganga
Available in days
days after you enroll
  Spurt og svarað á Zoom
Available in days
days after you enroll
  Örnámskeið á Zoom
Available in days
days after you enroll
  Opin námskeið á Zoom
Available in days
days after you enroll