Hvað er Saumaheimur Siggu?
Saumaheimur Siggu er samfélag fólks sem hefur hug á að tileinka sér sjálfbærni þegar kemur að fata- og textílnýtingu - og þiggur leiðsögn Siggu á því ferðalagi.
"Hugmynd - Sköpun - Gleði" er 12 mánaða áskriftaraðild að Saumaheimi Siggu sem býður upp á allt sem þú þarft til að ferðast til sjálfbærni í fata- og textílnýtingu.
Hér hefur þú aðgang að kennslu, aðferðum, hugmyndum og nánast öllu sem hugurinn getur hugsað sér varðandi saumaskap - og sérstaklega sköpunargleði gagnvart endurnýtingu og fatabreytingum.
Áskrift gefur þér möguleika á að kynnast öðrum, fá stuðning og félagsskap eftir þörfum. Alla laugardaga hittumst við á skjánum, saumum og spjöllum.
Ég legg sérstaka áherslu á að opna hugann og auka sköpunargleði gagnvart fatabreytingum og endurnýtingu á efnaafgöngum og flíkum sem vilja nýtt líf, þótt vissulega sé allur saumaskapur í boði.
Saumaheimur Siggu er allt í senn, einstaklingslærdómur, félagsskapur þegar þörf er á, stuðningur og hvatning.
Allt efni er á íslensku - nánari upplýsingar á [email protected]
Saumaheimur Siggu er með opna skráningu - þú getur skráð þið hvenær sem er og missir ekki af neinu :)
Innifalið í 12 mánaða aðild
Öll stök námskeið sem Saumaheimur Siggu býður uppá eru innfalin
- Grunnnámskeið kr. 43.000
- Buxur – Endurnýting kr. 33.000
- Jakkaföt – Endurnýting kr. 33.000
- Vasagerð kr. 22.500
- Rennilásar kr. 22.500
- Hnappagöt kr. 22.500
- Sniðgerð Chinello kr. 22.500
Samtals kr. 199.000
Auk gagnabanka sem inniheldur 10 kafla af saumaskap, hugmyndum, endurnýtingu og fatabreytingum
Dagskrá næstu 12 mánaða:
Í hverjum mánuði:
- Zoom alla laugardaga; þar setjum við upp rútínu við saumaskapinn, saumum saman, spyrjum, spjöllum og deilum hugmyndum
- Eitt örnámskeið sem fjallar um efni úr gagnagrunninum
Annan hvern mánuð er stærra námskeið í endurnýtingu:
- September; Buxur-Endurnýting
- Nóvember; Máltaka og sniðgerð
- Janúar; Fatabreytingar-Grunnur
- Mars; Hnappagöt
- Maí; Jakkaföt-Endurnýting
- Júní; Vasagerð
- Júlí – SUMARFRÍ
- Ágúst; Rennilásar
- September; Buxur-Endurnýting
Öll námskeið fara fram á Zoom, námskeiðin eru tekin upp og meðlimir hafa aðgang að öllum upptökum á meðan á aðild stendur.
Uppbygging:
- við skráningu býðst 30min samtal um námið, saumaskap og hvernig ég get hjálpað þér að fá sem mest út úr Saumaskólanum og samfélaginu
- tölvupóstur í upphafi hvers mánaðar með dagsetningum námskeiða og annarra upplýsinga
- þú stjórnar náminu; hvar, hvenær, hvernig
Hvað dreymir þig um að sauma?
Langar þig að geta saumað nýja flík frá grunni, eftir þínum eigin málum?
Langar þig að taka til í fataskápnum og poppa flíkurnar upp?
Dreymir þig um að skapa þér þinn eigin einstaka fatastíl?
Viltu vera sjálfbær í fatanýtingu?
Samfélag í netheimum sem býður uppá:
- félagsskap fólks með sama áhugamál
- stuðning og hvatningu í hópnum
- "spurt og svarað" á Zoom
- námskeið á Zoom
- "saumað saman" á Zoom
- lokaðan hóp á Facebook
Sagt um Saumaheim Siggu:
"...Það er auðvelt að finna og fletta upp hvaða kafla sem er. Ef upp kemur vandamál, td. undirtvinninn flækist alltaf, þá getur maður farið og tékkað á því hvað Sigga segir um það. Líka er hægt að fá fjölmargar hugmyndir að útfærslum á saumaskap og rúsínan í pylsuendanum, allskonar fatabreytingar og lengdur líftími á fatnaði og efnum.
Síðan er lifandi og áhugaverð. Hún er í stöðugri vinnslu og ýmislegt bætist við og áskrifendur eru í eins miklu lifandi (Zoom spjalli) og skriflegu sambandi og þeir vilja, með hvað sem er varðandi sauma og -tengd efni.
Þið sem viljið læra að sauma, endurnýta, breyta, taka mál, sníða og klippa efni og vera í lifandi sambandi við aðra í sömu sporum þá MÆLI ÉG 100% MEÐ ÞESSARI SÍÐU." (Jóna Imsland)