Hvað er hér?

Stór hluti tíma míns í Saumahorninu fer í að breyta fötum, endurnýta textíl og endurhanna nýjar flíkur upp úr gömlum. Mig langar að deila með þér ferlinu sem ég fer í gegnum, öllu því sem fylgir hugmyndaflæðinu og framkvæmdinni. Mér finnst mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að breyta og endurnýta gömul föt, að hlutirnir ganga ekki alltaf upp eftir upphaflega planinu - eða hönnuninni. Sprettarinn er góður vinur minn og ég nota hann mikið til að rekja upp og gera eitthvað nýtt.

Hér er aðalatriðið að vera með opinn huga og leyfa ferlinu að flæða, vera tilbúin/n/ð að þurfa að víkja af upphaflegri leið og enda mögulega með allt öðruvísi flík en lagt var upp með - flík sem oft gefur meiri ánægju :)

Það bætist reglulega í þennan flokk af myndböndum með fatabreytingum og endurhönnun.

Leyfðu þér að hlakka til :)

Complete and Continue