Hvað er hér?

Hérna fer ég í grunnatriði í fatabreytingum. Þetta er sams konar efni og þátttakendur fara í gegnum á Grunnnámskeiðinu mínu. Ég mæli með því að taka eitt atriði fyrir í einu, breyta flík og klára breytinguna áður en þú færir þig yfir í næsta atriði.

Hérna er ég að leika með mismunandi möguleika á þessum grunnatriðum; "Breytingar á sídd" td., fjallar ekki bara um að stytta skálmar, ermar eða neðan af kjól. "Breytingar á sídd" geta líka náð utan um að þú klippir flík í stundur og bæti efnisbút inn í til að síkka. Þetta á við um allar breytingar, aðalatriðið er að þjálfa hugann í að vera opinn gagnvart hugmyndum og flæðinu sem fer í gang.

Allar breytingar sem þú gerir á þínum fötum, getur þú gert við barnaföt :)

Góða skemmtun

Complete and Continue  
Discussion

0 comments