Velkomin í Saumaheim Siggu!

Langar þig að læra að sauma og/eða auka hugmyndaflæði þegar kemur að fatanýtingum og endurnýtingu textíls?

Saumaheimur Siggu býður uppá vinnusmiðjur og námskeið í nýtingu á textíl, endurnýtingu og fatabreytingum. Hér getur þú keypt aðgang að netnámskeiðinu "Sjálfbærni í saumaskap, endurnýtingu og fatastíl" og skráð þig á raunheimanámskeið; "Grunnnámskeið í Fatabreytingum" , "Fatabreytingar - Endurhönnun" og "Vinnusmiðja í Fatabreytingum". Ég legg sérstaka áherslu á fatabreytingar og endurnýtingu á efnaafgöngum og flíkum sem vilja nýtt líf, þótt vissulega sé allur saumaskapur í boði.

Allt efni er á íslensku.

 

Skoðaðu efnið og ef þú hefur spurningar, sendu mér þá tölvupóst og við finnum tíma fyrir spjall - [email protected]

"Sjálfbærni í saumaskap, endurnýtingu og fatastíl"


Keyptur áskrift veitir þér:

      - Aðgang að íslensku kennsluefni

-       Íslenska kennslu, leiðsögn byggða á margra ára saumareynslu

-       Mánaðarlega Zoom hittinga "Spurt og svarað"

-       Aðgang að ráðgjöf og minni reynslu

-       Fjölbreytta og spennandi efnisflokka

-       Aðgang að hugmyndabanka varðandi fatabreytingar og endurnýtingu klæða – banka sem lagt er reglulega inn á

-       Innsýn í minn reynsluheim í Saumahorninu

-       Stuðning, pepp og félagsskap


Smelltu á mynd til að skoða nánar

Máltaka
Helgarnámskeið - VinnusmiðjurÞátttakendur fara í gegnum ferli hugmyndaflæðis þangað til ein hugmynd er valin og flík breytt. Þátttakendur mæta með 1-2 flíkur til að breyta, saumavél og sníðaskæri


Smelltu á mynd fyrir nánari upplýsingar


Fatabreytingar
Grunnnámskeið í Fatabreytingum


6 vikna vikulegt námskeið þar sem farið er í:

-breytingar á sídd

-breytingar á vídd

-breytingar á ermum

-breytingar á hálsmáli

Þátttakendur búa sér til margnota snið eftir eigin málum

Þátttakendur taka með sér flíkur til að breyta, saumavél og sníðaskæri


Smelltu á mynd fyrir nánari upplýsingar


Innihald
Endurhönnun


4 mánaða námskeið, mætt aðra hverja viku þar sem áhersla er lögð á ferli hugmyndaflæðis og nýjar flíkur hannaðar upp úr gömlum.

Þátttakendur taka með sér saumavél og sníðaskæri.

Klæðskerameistari er þátttakendum innan handar varðandi uppbyggingu nýrrar flíkur úr gamalli

Smelltu á mynd fyrir nánari upplýsingar

Sigga Saumakona

Hver er ég?


Ég heiti Sigríður Tryggvadóttir og er alltaf kölluð Sigga. Ég bý á fallega Kársnesinu í Kópavogi - og er uppalin þar, yngst í sex systkina hópi. Ég er alin upp við það viðhorf að fara vel með hlutina svo þeir endist lengur; að laga það sem hægt er og breyta svo hægt sé að nota lengur. Báðir foreldrar mínir voru handverksfólk, ég er alin upp innan um mikla handverksiðn og lærði snemma mikilvægi vandvirkni, þolinmæði, endurnýtingar og góðra handverka.

Sjálfri finnst mér gaman að ganga um í einstökum flíkum þannig að auðvitað finnst mér einstaklega skemmtilegt þegar fólk þorir að standa út úr hjörðinni í heimasaumuðum flíkum sem enginn annar á. Svo er það alveg einstök tilfinning að vera sjálfstæður í fatastíl, að geta búið til sínar eigin flíkur, breytt og bætt

- það er engu líkt 🙂

Ég er kennaramenntuð frá KHÍ og elska að kenna þeim sem áhuga hafa og hef verið að sauma daglega síðustu 13 ár. Mamma mín var saumakona og hún kenndi mér grunnatriðin sem ég byggi svo alla mína reynslu á. Það sem mér finnst skemmtilegt við fatabreytingar og endurnýtingu er að þá er leyfilegt að kasta saumareglunum svolítið út um gluggann og hleypa hugmyndafluginu inn, opna hugann og prófa sig áfram.

Ef þú vilt nánari upplýsingar, þá er velkomið að hafa samband á netfangið mitt, sigga@saumaheimursiggu.is eða í síma 8467915